154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[15:42]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrir góða umræðu hér undanfarna daga og vinnu hv. fjárlaganefndar við frumvarpið. Við greiðum hér atkvæði um fjárlögin. Þetta eru aðhaldssöm fjárlög þar sem á sama tíma er staðinn vörður um velferð og mikilvæga innviði. Við þurfum að ná niður verðbólgunni og merki um að verðbólgan sé á niðurleið eru til staðar svo að við höldum áfram á sömu braut.