154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:24]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp til að leggja áherslu á þennan mikilvæga málaflokk sem við erum hér að greiða atkvæði um, sóknaráætlanir landshluta og einnig atvinnuráðgjöf á landsbyggðinni. Það heyrist stundum þegar atvinnuleysi er lítið að ekki sé þörf á atvinnuráðgjafa en það er svo sannarlega ekki svo. Við þurfum fjölbreytt atvinnulíf um allt land og þess vegna segi ég já við þessari breytingartillögu.