154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:27]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Virðulegi forseti. Hér er m.a. verið að auðvelda framkvæmd brottvísana með því að auka fjármagnið um 200 milljónir. Það eru ákveðnar raddir innan Alþingis sem tala um að það fari of mikið fjármagn í útlendingamálin en það virðast bara vera engin takmörk á því hvað ríkisstjórnin er tilbúin að eyða í að koma fólki úr þessu landi. Það sést m.a. á þessu frumvarpi. Ég segi nei.