154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:32]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Nokkur atriði. Í fyrsta lagi er hérna verið að greiða atkvæði um þrjár tillögur. Það er löggæsla á þingi sem ég segi nei við, brottvísanir sem ég segi nei við og niðurfelling aðhaldskröfu sem ég segi já við. En ég get bara greitt eitt atkvæði í heildina og af því að upphæðin verður hærri hérna í nei-inu, þá segi ég nei. En ég vildi leiðrétta hv. þm. Vilhjálm Árnason því í nefndaráliti meiri hluta segir, með leyfi forseta:

„Hér er gerð tillaga um hækkun til stoðdeildar embættis ríkislögreglustjóra í því skyni að embættinu verði gert auðveldara að aðstoða við brottvísanir einstaklinga sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd.“

Þessar 200 milljónir eru að fara í þennan lið, til að aðstoða við brottvísanir. Ef meiri hlutinn heldur í alvörunni að þetta virki, af því að það er gert ráð fyrir að þetta muni spara 400 milljónir, af hverju er þá ekki verið að setja milljarð í þetta til að geta þá sparað 2 milljarða eða setja 3 til að spara 6? Þessi aðferðafræði er ekki að virka. Það er vandamálið. Þess vegna segi ég nei.