154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Hér eru tvær tillögur, annars vegar tillaga um að auka í í orkuskiptum almenningssamgangna og hluti af því eru 600 milljónir til Strætós til þess að greiða upp þær 600 milljónir sem þurfti að taka úr orkuskiptasjóði Strætó í kófinu, endurgreiða Strætó til baka af því að ríkið bað Strætó um að halda áfram samgöngum. Afgangurinn, 2,4 milljarðar, fer til orkuskipta í almenningssamgöngum um allt land, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Síðan eru einnig 3 milljarðar í uppbyggingu hjólreiðastíga og göngustíga um allt land sem skiptast þannig að það er 1 milljarður í höfuðborgarsáttmálann, 1 milljarður til nærliggjandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og 1 milljarður til uppbyggingar alls staðar annars staðar á landinu.