154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:52]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Það hefur kannski einhver tekið eftir því á árinu að það er ansi mikið að gera hjá Samkeppniseftirlitinu. Þetta er einfaldlega tillaga til þess að hjálpa aðeins til við málahrúguna sem þar er. Við getum gert betur í samkeppnismálum þannig að það eru 420 milljónir, takk kærlega.