154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:56]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Herra forseti. Ég vil bara vekja athygli á því hér að hér erum við að samþykkja, eða meiri hluti nefndarinnar réttara sagt, að leggja til 873 milljóna hækkun vegna meðhöndlunar úrgangs. Það er eins og segir hér í nefndaráliti: „Gert er ráð fyrir að úrvinnslugjald vegna hjólbarða hækki vegna aukins kostnaðar við söfnun og úrvinnslu hjólbarða“ úr 40 kr. í 650. Það eru 199 millj. kr. Tekjur Úrvinnslusjóðs hækki um 312 millj. kr. og Endurvinnslunnar úr 362 millj. kr.

Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta hér er að við verðum að fara okkur hægt þegar kemur að því að við breytum regluverki þannig að kostnaður falli til. Þetta er auðvitað bara hluti af því, einhvers lags sjálfvirk aukning útgjalda. En ég er hræddur um að kostnaður við meðhöndlun úrgangs sé að aukast miklu meira en þörf er á og síðustu fréttir af því varðandi 40% hækkun kostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, allt að því, innan gjaldaflokka ætti að vera okkur víti til varnaðar.