154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[17:11]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegur forseti. Þetta eru svo margar atkvæðagreiðslur að maður svona — já. Þetta mál snýr að Hlaðgerðarkoti og SÁÁ. Við skulum hafa eitt í huga; íslenska ríkið rekur ekki áfengissjúkrahús í landinu. SÁÁ reka starfsemi á grundvelli þjónustusamnings við ríkið og brösuglega gengur að fá greitt fyrir þann kostnað sem fylgir því að reka þessa sjálfsögðu heilbrigðisþjónustu. SÁÁ er að nota álfasöluna í rekstur og raunverulega er ríkið að kaupa heilbrigðisþjónustu hjá almannaheillafélögum á undirverði. Við verðum að taka utan um þessi félög og styðja við bakið á þeim með sómasamlegum hætti svo að áhuginn dvíni ekki í þeim krafti og í þeirri starfsemi sem er hjá þessum almannaheillafélögum. Við erum ekki að standa okkur nægilega vel í því að veita þeim fjármagn fyrir þá þjónustu sem við höfum samið um að þau skuli veita í samfélaginu. Við skulum alltaf hafa það í huga. Við verðum að standa á bak við þessi félög.