154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[17:15]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegi forseti. Í fjárlagafrumvarpinu er boðað að lífeyrir almannatrygginga skuli einungis hækka um 4,9% á næsta ári, um næstu áramót. Það er miðað við upphaflega spá Hagstofunnar á verðbólgu í landinu á næsta ári. Uppfærð spá er núna orðin um 5,6%. Bæði Öryrkjabandalagið og Landssamband eldri borgara telja þessa uppfærslu allt of lága og að hún fari í bága við 62. gr. almannatryggingalaga. Öryrkjabandalagið hefur lagt áherslu á að uppfærslan verði 12,4%, sem samsvarar hækkun á matarkörfunni á liðnu ári. Undir það má taka enda hefur hækkun matvælaverðs umtalsverð áhrif á lágtekjufólk sem ver nær öllum tekjum sínum í algjörar nauðsynjar. Grunnframfærsla almannatrygginga er tugum prósentum lægri en lágmarkslaun sökum þeirrar kjaragliðnunar sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi. Við í 3. minni hluta leggjum áherslu á að fjárheimildir á málefnasviði 27 og 28 verði hækkaðar svo að tryggja megi að grunnframfærsla almannatrygginga hækki um 12,4%. Út á það gengur tillagan. — Ég segi já.