154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[17:17]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Herra forseti. Maður er hættur að verða hissa á þessu ógeðslega ofbeldi sem þetta fólk er beitt hérna, fólkið sem er múrað inn í rammgerðar fátæktargildrur. Það má náttúrlega láta sér duga 4 komma eitthvað prósent þrátt fyrir að við séum hér með stýrivexti upp á 9,25% og við séum hér með verðbólgu í 8%, þá virðist þetta vera eini einasti þjóðfélagshópurinn sem á alltaf að beygja meira. Það er vegna þess að hann er neikvæður á excel-skjalinu. Hann er ekki að skila krónum í kassann og þá getur hann bara étið það sem úti frýs. Það eru engin takmörk fyrir því ofbeldi sem þessi þjóðfélagshópur má þola frá hendi þessarar ríkisstjórnar. Mér gjörsamlega ofbýður, virðulegi forseti. Þvílík skömm.