154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[18:06]
Horfa

Bjarni Jónsson (Vg):

Virðulegi forseti. Hér var gerð ágæt grein fyrir þessu máli og mikilvægi þess að við veitum þetta framlag til stofnunar loftslagshamfarasjóðs vegna tjóns af völdum loftslagsbreytinga og að okkar framlag verði 80 milljónir. En undir þessum lið, sem ég vil líka vekja sérstaklega athygli á og lýsa stuðningi við, er það að við höldum áfram að styðja Úkraínu með 500 millj. kr. framlagi þar sem við höfum einbeitt okkur að því að styðja við mannúðarstarf í Úkraínu og hjálpa þeim að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi. Stuðningurinn er mikilvægur og það er þýðingarmikið að við skulum hér vera að horfa til þess að halda áfram öflugum stuðningi við úkraínsku þjóðina.