154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024.

2. mál
[16:07]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Hér er um að ræða fjórar breytingar í þessum a- og b-lið. Til að byrja með er þetta lækkun á almennum tekjuskatti vegna þess að sóknargjöldum er slaufað. Það eru greidd atkvæði um það að hækka fjármagnstekjuskatt upp í 30% til að brúa bilið á milli hátekjuskattsins og fjármagnstekjuskattsins og gera það að útsvari. Það eru greidd atkvæði um það að hækka persónuafslátt fjármagnstekna úr 300.000 í 400.000 — til þess að hækkunin lendi í rauninni bara á hæstu tekjutíundinni. Og að lokum að ónotaður persónuafsláttur fjármagnstekna teljist sem venjulegur persónuafsláttur í lok árs, ef hann er ónotaður. Afgangurinn af greinunum hérna sem tengjast síðan hækkun fjármagnstekjuskatts, ef fólk ákveður að segja nei við þessu af einhverjum skrýtnum ástæðum, verður þá dreginn til baka.