154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024.

2. mál
[16:33]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Herra forseti. Tilurð þessa bankaskatts í fyrstu var einmitt sú að talin var ástæða til að reyna að ná í aukna fjármuni af því að við stóðum frammi fyrir mjög erfiðum efnahagslegum afleiðingum efnahagshrunsins. Þessi skattur var síðan lækkaður 2020 og skilaði, eins og áður hefur komið fram, engan veginn þeim markmiðum sem stefnt var að með lækkun hans. Hér er einungis verið að óska eftir því að færa hann á sama stað og hann var þegar hann var lækkaður 2020 og það gefur okkur í rauninni nokkra milljarða sem væri þá hægt að kaupa fyrir kannski nokkrar Audi-bifreiðar og lúxuskerrur og halda einhver snobbpartí í Hörpu ef það er forgangsröðun fjármuna þessarar auðvaldsríkisstjórnar sem við búum við í dag.