154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[17:04]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langar líka að fagna þessari aukafjárveitingu til Landhelgisgæslunnar. Við höfum séð það á undanförnum vikum hversu mikilvægt það er að hafa öfluga viðbragðsaðila þegar móðir náttúra minnir okkur á það hversu lítil í rauninni við erum. Það er von mín að það sé ekki bara veittur aukapeningur nú fyrir þetta ár heldur að unnið sé í því að tryggja góðan rekstrargrundvöll Gæslunnar, þeirra þyrlna og þeirra flugvéla og skipa sem þau hafa því að þetta eru tæki sem mega ekki bregðast þegar neyðin bankar upp á.