154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[17:05]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S):

Herra forseti. Hér er lagt til að uppsafnaður halli Gæslunnar verði farinn niður í 0 um áramót, um 360 milljónir. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 240 milljónum, að draga úr aðhaldi þar, þannig að það bætast 240 millj. kr. við inn í reksturinn. Síðan er gríðarlega mikilvægt að í fjármálaáætlun næsta árs sé hugað að framtíðarsýn og hvernig eigi að fjármagna starfsemi Gæslunnar. Við vitum öll sem hér erum hversu gríðarlega mikilvæg hún er á svo mörgum sviðum. En það þarf líka að koma fram í þessu samtali að það sé leitað allrar hagræðingar og gera reksturinn hagkvæman og mikilvægt að taka það líka fram. En málið er gott og það er mikilvægt að við höldum áfram að styðja við Gæsluna og það mikilvæga hlutverk sem hún hefur í okkar landi.