154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[17:10]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S):

Herra forseti. Það er mikilvægt að hafa í huga það sem við erum að fást hér, 2,1 milljarður, er fyrst og fremst bráðaaðgerð. Það er verið að takast á við vandamál sem tengjast vaxtastiginu sem hefur hækkað mikið síðustu 15, 16 mánuði. En stóra málið í þessu eru þær aðfangahækkanir sem urðu í tengslum við stríðið og haustið 2021, fjórum til fimm mánuðum áður stríðið braust út. Gríðarlegar hækkanir í áburði, yfir 100%, kjarnfóður 30–40% og önnur aðföng hækkuðu gríðarlega mikið. Hér er því um bráðaaðgerð að ræða. En það sem við þurfum að hafa í huga eða hugsa um núna, er að fara koma með framtíðarsýnina, hvernig við viljum sjá þetta gerast. Það sem kemur í ljós núna með því kerfi sem er verið að byggja síðustu tíu ár er að það er ekki áfallaþolið. Það þolir ekki svona áföll eins og við höfum upplifað núna síðustu tvö ár á mörgum sviðum sem tengjast rekstri og búrekstri bænda í landinu. Úr þessu þurfum við að bæta.