154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[17:24]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Forseti. Sú breytingartillaga sem við greiðum hér atkvæði um gerir ráð fyrir að greiða hluta ellilífeyrisþega sams konar eingreiðslu og örorkulífeyrisþegum. Ég tel nauðsynlegt að benda á að eingreiðslan til örorkulífeyrisþega er til komin vegna þess að ekki hefur verið kláruð sú heildarendurskoðun sem boðuð hefur verið á almannatryggingakerfi örorkulífeyrisþega, en slík kerfisbreyting á almannatryggingakerfi ellilífeyrisþega var gerð þegar árið 2017 og bætti kjör þeirra til muna. Einnig kom til félagslegur viðbótarstuðningur árið 2021 fyrir þau sem ekki njóta fullra réttinda í kerfinu. Því hefur ekki þótt ástæða til að greiða ellilífeyrisþegum sömu eingreiðslu og öryrkjum. En ég minni á að ellilífeyrisþegar njóta desemberuppbótar líkt og önnur. — Ég segi nei.