154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025.

234. mál
[13:35]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um metnaðarfulla stefnu að ræða en rétt eins og hefur verið sagt oft um þær stefnur sem hafa verið samþykktar hér á þingi: Það er ekki nóg að vera með falleg orð á blaði, fjármagn þarf líka að fylgja. Og það er akkúrat, eins og bent hefur verið á, verið að skera niður fjármagnið. Afsökunin sem kemur er sú að þetta hafi verið Covid-aðgerð á krísutímum. Við erum enn á krísutímum. Það eru háir vextir og há verðbólga og þá þurfum við einmitt að vera að fjárfesta í grunnrannsóknum og nýsköpun, eða eins og fyrrum forsætisráðherra Finnlands orðaði það: Við verðum að passa að borða ekki útsæðið okkar.