154. löggjafarþing — 52. fundur,  16. des. 2023.

viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

543. mál
[16:57]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Forseti. Eitt það skemmtilegasta við Evrópuregluverkið um ETS-kerfið er að aðildarríki eiga að ráðstafa tekjum af uppboðskerfinu til loftslagsvænna verkefna. Þessi skylda yfirfærist ekki á okkur sem tökum þetta upp í gegnum EES-samninginn, en væri það samt ekki skynsamlegt að binda hendur okkar með þeim hætti þannig að við stöndum t.d. ekki frammi fyrir því eins og við afgreiðslu fjárlaga núna, að ríkisstjórnin ætlar að draga úr beinum framlögum til loftslagsmála um næstum 2 milljarða og draga úr framlögum til orkuskipta um 5, 6 milljarða? Tekjur af vef ETS-kerfinu á næstu árum fara upp í 3–5 milljarða á ári. Það er peningur sem væri gott að ráðstafa í aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi tillaga snýst um það, að tekjunum sé ráðstafað í loftslagssjóð.