154. löggjafarþing — 64. fundur,  5. feb. 2024.

skaðaminnkandi úrræði fyrir fólk með fíknivanda.

[15:42]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég vil ítreka þakkir til hv. þingmanns um að taka þetta mál fyrir og verður kannski ekki alveg farið yfir allt það sem hægt er og þarf að gera í þessum málaflokki. Hér þarf auðvitað, umfram það sem við þekkjum áður, þverfaglega nálgun. Hv. þingmaður þekkir jafn vel og ég hversu mikilvægt það er að eiga í samvinnu við bæði sveitarstjórnarstigið og önnur ráðuneyti, eins og félagsmálaráðuneytið, hvað húsnæðisþátturinn spilar stóra rullu og hvað félagsleg staða er ólík innbyrðis. Við þurfum að koma með fjölmörg úrræði og þróa þjónustu fyrir notendur og við erum að vinna að nokkrum leiðum í því. Við erum farin af stað. Við þekkjum alveg viðhaldsmeðferðina, hún hentar ákveðnum hópi. Við stefnum að því að fjölga úrræðum og ná saman um það í þessum hópi. Við erum nú að vinna með (Forseti hringir.) heilsugæslu og apótekum að skaðaminnkandi nálgun og það eru fjölmörg úrræði og verkefni farin af stað sem við hyggjumst fylgja betur eftir og setja þessa stefnu formlega fram.