154. löggjafarþing — 66. fundur,  6. feb. 2024.

breytingar á aðalnámskrá grunnskóla.

87. mál
[19:33]
Horfa

Sigþrúður Ármann (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni aftur fyrir það sem hann segir og fyrir orð hans í minn garð og míns flokks. Ég bara ítreka það sem ég sagði hér áðan, ég held að það sé mikilvægt að við förum með þessa aðferðafræði inn í fleiri grunnskóla, prófum hana, sjáum hvort hún virki. Ef við erum að sjá aukinn árangur með þessari aðferðafræði — vegna þess að sú aðferðafræði sem við erum að beita í dag, hún er ekki að virka og það er alvarlegt og við því verðum við að bregðast. Þannig að já, við tökum höndum saman, við prófum þetta. Ég vona og ég er sannfærð um að kollegar mínir í bæjarstjórn Garðabæjar munu taka þessu fagnandi. Ég trúi því að niðurstaðan þar verði jákvæð og að fleiri grunnskólar taki nýjar aðferðir upp íslenskum börnum og öllum börnum á landinu til heilla. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)