154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

skýrsla hæstv. utanríkisráðherra um framkvæmd EES-samningsins.

[11:48]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni að það er ekki oft sem við fáum einhvern fyrirvara um dagskrá þingsins, hvaða mál eru á dagskrá hér og þar og svoleiðis. Þannig að þegar það gerist þá er það einstaklega jákvætt. Nú hefur einmitt þessi skýrsla verið á dagskrá þingsins í dag í um tvær vikur, við vorum alla vega búin að fá tveggja ef ekki þriggja vikna fyrirvara um að þessi skýrsla yrði til umræðu í dag. En svo bara hverfur hún allt í einu með dags fyrirvara burt af dagskránni. Þetta er dæmi um það hvernig það er ekkert hægt að treysta dagskrá þingsins, ekki neitt. Það er í einhverjum tilvikum skiljanlegt, þegar það koma upp neyðaraðstæður o.s.frv., en leyfum okkur að halda í alla vega það sem við fáum með góðum fyrirvara. Þannig að ég tek undir orð hv. þingmanns um að við þurfum að hafa einhverja festu í þingstörfunum.