154. löggjafarþing — 79. fundur,  4. mars 2024.

umræðan um opin landamæri.

[15:29]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Hæstv. ráðherra tekur svona til orða: Það ætti ekki að vera viðkvæmt að ræða þetta mál á þessum nótum. Það er einmitt viðkvæmt. Það er einmitt varhugavert að gefa því undir fótinn að það eigi mögulega að opna landamæri o.s.frv. Það einfaldlega gefur því undir fótinn að hérna verði einhvern veginn óheftur aðgangur inn í landið sem gerir fólk hrætt, skiljanlega. En það er ekki til staðar. Það er enginn að tala um það nema þeir sem eru að búa til þann áróður. Getum við ekki fært umræðuna þangað, fram hjá því einhvern veginn að það sé ekki viðkvæmt að tala um þetta og svoleiðis? Og svo við tölum um harðari orðræðu þá verður orðræðan auðvitað harðari þegar það er sífellt verið að segja: Sama hvað gerist hérna þá fara ekki börn á götuna. En það gerðist í síðustu viku. (Forseti hringir.) Fólki bregður við svoleiðis atburði og auðvitað verður orðræðan harðari í kjölfarið á því. (Forseti hringir.) Þessi vegna er þetta viðkvæmur málaflokkur og þess vegna verðum við að passa okkur hvað er rétt og satt í þessum málum.