154. löggjafarþing — 84. fundur,  11. mars 2024.

kerfi til að skrá beitingu nauðungar.

709. mál
[17:38]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Þetta er án efa mjög áhugavert mál sem er mikilvægt að vinna með. En ég hjó eftir þeim orðum hæstv. heilbrigðisráðherra þegar hann talaði um að landlæknir hefði ákveðinn tíma varðandi þróun á tölvukerfi eða öðru þess háttar. Mig langaði bara að nota tækifærið og ítreka það að landlæknisembættið á auðvitað ekki að vera í slíkri þróun heldur á það að kaupa þjónustu annars staðar frá, (Gripið fram í.) sjá til þess að það séu örugglega einhver gæðakerfi í því og að það uppfylli öll skilyrði varðandi persónuvernd og annað. En opinber stofnun eins og landlæknir á að fókusa á eitthvað annað heldur en að byggja upp tölvukerfi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)