154. löggjafarþing — 85. fundur,  12. mars 2024.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:31]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1064, um sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk, frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur. Einnig hefur borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1065, um gæsluvarðhald, frá Njáli Trausta Friðbertssyni. Þá hefur borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1122, um kostnað við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur, frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur