154. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2024.

samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

[15:48]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég ber af mér sakir í því sem hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sakaði mig um hér í ræðu áðan. Ég segi það og ég má hafa þá skoðun hér í ræðupúlti Alþingis um málefni fatlaðs fólks sem ég vil hafa án þess að það sé snúið út úr því, að ég sé með eitthvað óeðlilegar hvatir eða með einhverjar óeðlilegar fullyrðingar. Margar þjóðir hafa lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðs fólks en við höfum dregið lappirnar — ekki við heldur ríkisstjórn eftir ríkisstjórn hér á Alþingi. Það er búið að lögfesta valfrjálsu bókunina um kæruleiðir en þessi ríkisstjórn dregur lappirnar aftur og aftur við að lögfesta kæruleiðirnar. Hvers vegna? Spyrjum okkur að því. Hvers vegna í ósköpunum hefur þessi ríkisstjórn, sem er búin að hafa allan tíma í heiminum til að samþykkja þetta, hvers vegna hefur hún ekki gert það? Er það fyrir fatlað fólk? (Forseti hringir.) Alveg örugglega ekki.