154. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[15:53]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni styðjum það eindregið að hér sé komið á sambærilegum starfsskilyrðum í landbúnaði og tíðkast í nágrannalöndunum og að íslenskir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en tíðkast þar, innan þess ramma sem EES-rétturinn leyfir. Ég sem áheyrnarfulltrúi í atvinnuveganefnd lýsti mig samþykkan þessu máli en í ljósi ábendinga sem hafa borist síðustu sólarhringa og í ljósi þess hve miklar breytingar hafa verið gerðar á málinu og hversu víðtækar heimildir það felur í sér þá tel ég að það sé full ástæða til að kalla málið aftur inn í nefnd milli 2. og 3. umræðu og óska umsagna. Við sitjum hjá á þessu stigi málsins.