154. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2024.

Fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra.

[16:19]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég nefni aftur og svara spurningu hv. þingmanns í síðara svari að stjórnendur Landsbankans bera sín mál samkvæmt reglum undir bankaráð Landsbankans. Bankaráðið hefur skyldu til að upplýsa og koma ákveðnum upplýsingum til Bankasýslunnar sem virðist ekki hafa verið gert og þess vegna kallar Bankasýslan eftir ákveðnum upplýsingum. Það að bankaráðið hafi ekki upplýst Bankasýsluna um atvik máls og stöðu máls eins og því ber að gera er auðvitað ekki ásættanlegt. Hefði það verið gert hefði atburðarásin orðið önnur. Þetta skiptir máli og þess vegna skiptir máli að fá þær upplýsingar fram, bæði hvers vegna það var ekki gert og hvernig þessi ákvörðun kom til hjá bankaráði Landsbankans.