154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[11:57]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Það er nú einu sinni þannig að það er öllum frjálst að senda inn umsögn þegar mál eru til umfjöllunar í nefnd. Hvers vegna það var ekki gert — væntanlega get ég tekið það á mig sem einhvers konar mistök. Ég var að vinna með ákveðinn lista sem voru þá aðilar sem höfðu sent inn umsagnir á fyrri stigum málsins sem var óskað eftir að kæmu að borðinu. En ég ítreka það sömuleiðis að það voru mun fleiri sem fengu umsagnarbeiðnir en sendu inn umsögn í þessu samhengi, þar á meðal Neytendasamtökin, þannig að ég tek það bara á mig, hv. þingmaður, að hafa ekki fylgt því betur eftir hvað það varðar. En því verður ekki breytt úr því sem komið er.