154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[12:32]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Fákeppnin er erfið á þessum blessaða markaði, litla markaði. Það hljómar dálítið fyrir mér eins og það verði fákeppni hvort sem er, hvort sem þessi lagabreyting verður eða verður ekki. Vissulega er það rétt hjá hv. þingmanni að með þessum lögum verða þá einhver skilyrði, en fákeppni engu að síður, sem er stundum erfitt að fara fram hjá af því að það eru lög sem standa í vegi fyrir því en ekki bara almenn samkeppnissjónarmið, sem er svolítið vandamál í þessum geira til að byrja með. Þannig að ég tek undir með hv. þingmanni; fákeppni er vandamál

Meiri hluti atvinnuveganefndar leggur einnig til breytingar sem hv. þingmaður kom inn á, að fela Samkeppniseftirlitinu ákveðið hlutverk. Ég velti því fyrir mér hvort atvinnuveganefnd hafi kostnaðarmetið þær breytingartillögur, hvort Samkeppniseftirlitið, sem á í ansi miklum erfiðleikum með að sinna lögbundnum verkefnum eins og er, hafi bolmagn til að sinna því með tilætluðum árangri?