154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[14:40]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Herra forseti. Þetta mál er í öllum meginatriðum í samræmi við það sem þingmenn Miðflokksins hafa talað fyrir árum saman og er einmitt eitt af 24 atriðum í heildarstefnu okkar um eflingu íslensks landbúnaðar og matvælaframleiðslu. Því styð ég þetta mál heils hugar en hvet nú ríkisstjórnina til að snúa sér að hinum 23 málunum sem enn eru ókláruð úr landbúnaðar- og matvælastefnu Miðflokksins og ég mun að sjálfsögðu styðja stjórnina í því líka.