154. löggjafarþing — 91. fundur,  22. mars 2024.

friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja.

117. mál
[11:27]
Horfa

Flm. (Jódís Skúladóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki önnur svör fyrir hv. þingmann hvað varðar hans lokaorð en þau að ég er bara fullkomlega ósammála hv. þingmanni. Hvað varðar 10. gr. þá komu og hafa verið ábendingar um þetta. Því held ég að það sé mikilvægt að halda henni inni, að þetta sé áréttað í frumvarpinu. Ég vænti þess að hv. þingmaður styðji þetta góða frumvarp. Við erum þó í grunninn sammála um frið í heiminum og afvopnun Íslands fyrir kjarnavopnum, sem við viljum ekki sjá. Ég held að við endum bara á þeim góðu nótum að vera sammála um það, þó að við séum í grunninn ósammála um flest annað.