154. löggjafarþing — 94. fundur,  11. apr. 2024.

kaup Landsbanka á TM.

[10:48]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf):

Virðulegi forseti. Nú er það staðreynd að bankaráðið brást og það gerði Bankasýslan einnig. Ríkisstjórnin þarf að grípa til aðgerða. Það er búð að fremja glæpinn og nú er það skylda ríkisstjórnarinnar að stíga inn og taka afstöðu sem handhafi 98% hlutar í bankanum. Það hlýtur að þurfa að huga að því gríðarlega alvarlega fordæmi til framtíðar ef stjórnendur fyrirtækja í ríkiseigu geta bara komist upp með að brjóta gegn eigendastefnu bankans og gegn vilja eigenda, bara með því að leyna fyrir þeim hvað þeir eru að gera. Er það virkilega í lagi og á armslengdin svokallaða virkilega að virka þannig?

Hvað varðar skaðabótakröfu yrði hún væntanlega mismunur á þessu tilboði og tilboðinu fyrir neðan sem er hugsanlega í kringum 8 milljarðar. Við ættum samt 20 milljarða eftir sem væri hægt að nota til góðs fyrir almenning í landinu. Það er bara spurning hvort forsætisráðherra vilji ekki grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að almannafé verið sólundað með kaupum Landsbankans á TM og tryggja að mannabreytingar í stjórnum verði bæði hjá Landsbankanum og Bankasýslunni og sjá til þess að þeir sem fari með eignarhlut ríkisins fylgi eigendastefnu.