154. löggjafarþing — 94. fundur,  11. apr. 2024.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

916. mál
[13:10]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Þetta er svo sem allt gott og blessað en ég hef kannski skilið stjórnarsáttmálann meira þannig að það sé í gangi þessi grænbókarvinna og það yrðu þá lagðar fram einhverjar heildstæðar breytingar, m.a. þá sem varða þetta valfrelsi sem hæstv. ráðherra talaði um.

Ég kannski saknaði þess að ég hefði viljað heyra betur frá hæstv. ráðherra hvernig nákvæmlega þessar breytingar muni gagnast sjóðfélögum. Getur hæstv. ráðherra útskýrt það fyrir verkalýðshreyfingunni, sem er á móti þessu máli, og þingheimi hér hver nákvæmlega ávinningurinn er fyrir sjóðfélaga af þessum breytingum sem hér eru lagðar fram?