154. löggjafarþing — 94. fundur,  11. apr. 2024.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

916. mál
[13:17]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og ekkert hægt að setja út á það að ráðherra sem er nýtekinn við hafi ekki öll svör á reiðum höndum hvað allt varðar. Ég held engu að síður að þetta sé mikilvægt að taka með inn í starf efnahags- og viðskiptanefndar þegar hún fjallar um þetta mál og samhliða því að vinna þetta mál sérstaklega og kalla eftir umsögnum um gestakomur og því um líkt að fá einnig upplýsingar um stöðuna á vinnu grænbókarinnar, því að líkt og ég sagði í mínu fyrra andsvari þá skiptir máli að vinna hlutina þannig að við séum í það minnsta ekki að gera eitthvað sem er svo í mótsögn eða andstöðu við eitthvað sem við sjáum fram á að fá upplýsingar um og viljum jafnvel halda áfram með eftir mjög skamman tíma. En auðvitað vinnum við alltaf út frá bestu upplýsingum og bestu getu hverju sinni og ég treysti nefndinni vel til að gera það í þessu máli líkt og öðrum málum.