154. löggjafarþing — 94. fundur,  11. apr. 2024.

fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi.

910. mál
[14:46]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Þetta er vissulega mál sem er þess eðlis að það er sjálfsagt að taka það til umræðu, bæði hér og í hv. velferðarnefnd. Ég færði hér rök fyrir því hvað mælti gegn því að gera þetta og þrátt fyrir að við séum nú sennilega öll sammála um að vilja aðstoða fólk, ungt barnafólk, sem allra best, sérstaklega á þessum tímum, þá eru þessi jafnræðisrök sem ég færði fram hér áðan þau að einhver sem er á seinni hluta þess að nýta sitt fæðingarorlof í samanburði við einhvern sem nýtti það á fyrri hluta þessara 24 mánaða sem viðkomandi hefur — þá eru það einungis þau sem eru að nýta fæðingarorlofið seinna sem fá þessar kjarabætur en ekki hin (Forseti hringir.) og það er alla vega mat ráðuneytis míns að í því myndi felast ákveðin mismunun. En að sjálfsögðu er sjálfsagt mál að ræða þetta líka betur inni í nefndinni.