154. löggjafarþing — 94. fundur,  11. apr. 2024.

fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi.

910. mál
[14:49]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég sé svo sem ekki þörf á því að endurtaka það sem ég sagði áðan. Þetta er bara málefni sem má mjög gjarnan ræða frekar inni í nefndinni. Ég skil rök hv. þingmanns en ég efast heldur ekki um að hv. þingmaður skilur þau rök sem ég hef fært fram hér að sama skapi og held að það væri bara gott að fá í rauninni þessi sjónarmið öll fram við afgreiðslu málsins í nefndinni. Ég legg hins vegar áherslu á það að við komum þessari mikilvægu aðgerð í kjarasamningspakka ríkisstjórnarinnar sem allra fyrst til framkvæmda vegna þess að það skiptir máli, bæði vegna þeirra samninga sem hafa verið gerðir á vinnumarkaði og vegna þess að við viljum að fólk geti farið að njóta þessara auknu réttinda sem allra fyrst.