154. löggjafarþing — 94. fundur,  11. apr. 2024.

fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi.

910. mál
[14:57]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég geri ráð fyrir að hv. þingmaður sé að vísa til fjárhagslegs mats. Því er til að svara að ég veit ekki til þess að það hafi verið unnið í ráðuneytinu þar sem ákveðið var að gera þetta með þessum hætti. En það er auðvitað, vona ég, einfalt mál að kalla eftir slíkum upplýsingum og auðvitað sjálfsagt mál í meðförum nefndarinnar að gera það. Væntanlega eru til allnákvæmar tölur um það hversu mörg eru í fæðingarorlofi á hverjum tíma þannig að ég sé ekki annað en að það ætti að vera hægt að verða við þessari fyrirspurn hv. þingmanns inni í nefndinni.