154. löggjafarþing — 95. fundur,  15. apr. 2024.

breyting á búvörulögum.

[15:11]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V):

Forseti. Fyrir utan innihaldið í þessu frumvarpi þá finnst mér þetta snúast um verklag og vinnubrögð. Ég er, eins og ég hef oft sagt áður, tiltölulega nýr hérna á Alþingi og maður er svo sem að læra vinnubrögðin í nefndunum og átta sig á því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Við erum t.d. að fara að ræða á morgun nefndarálit með breytingartillögu vegna skráningar raunverulegra eigenda og breytingar á lögum um einkahlutafélög og lögum um ársreikninga. Þar kemur fram að Skatturinn hafi lagt fram breytingartillögu, eina breytingartillögu. Það kemur fram í nefndarálitinu að þessi breytingartillaga hafi verið borin undir ráðuneytið og að ráðuneytið sé sammála breytingartillögunni. Þess vegna gerir nefndin breytingartillöguna að sinni (Forseti hringir.) og tiltekur í nefndaráliti að þannig skuli það vera. Varðandi þetta frumvarp sem þarna um ræðir þá er ekki haft samband við neinn, (Forseti hringir.) nema þá helst Kaupfélag Skagfirðinga.