154. löggjafarþing — 95. fundur,  15. apr. 2024.

breyting á búvörulögum.

[15:22]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Ég sit nú ekki í atvinnuveganefnd en ég veit að þetta frumvarp kom fram 14. nóvember. Það voru fimm mánuðir í gær síðan þetta kom fyrir þingið og síðan hefur það verið í vinnslu. Niðurstaða málsins gengur ekki á svig við tilgang eða markmið frumvarpsins. Það eina sem var bætt við var rauða kjötið, hvíta kjötið var inni í frumvarpinu. Ég veit ekki betur en að í 2. umræðu um þetta mál hafi flestir verið svona, voru kannski ekki á móti því en gátu svona — einn þingmaður minni hlutans var meira að segja á nefndarálitinu, en þegar einhverjir aðrir risar stigu upp úti í bæ þá varð allt vitlaust og við eigum að hlaupa eftir því núna. Hvar voru þingmenn minni hlutans í nefndinni? Voru þeir sofandi á fundum? (ÞorbG: Við sofum á nóttunni.) Akkúrat. Voru fundir haldnir þá í atvinnuveganefnd? (ÞorbG: Já, í Kaupfélaginu.) Nei.