154. löggjafarþing — 95. fundur,  15. apr. 2024.

Menntasjóður námsmanna.

935. mál
[19:36]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvarið. Ég myndi nú ætla að hæstv. ráðherra sé að vinna í málaflokknum af heilindum og stefni á að koma fram með fleiri breytingar eins og sagt hefur verið. Ég á enga kristalskúlu og get ekki lesið skýrt í það nákvæmlega hvað framtíðin ber í skauti sér. En ég veit að það er vilji í þessu góða ríkisstjórnarsamstarfi til þess að halda áfram á góðri vegferð í málefnum námsmanna.