154. löggjafarþing — 96. fundur,  16. apr. 2024.

dómur Mannréttindadómstóls Evrópu .

[13:54]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir upplýsingar um að það eigi að skoða dóminn hjá lagaskrifstofu Alþingis og ítreka það sem ég sagði í minni fyrri ræðu, að hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun að sjálfsögðu taka málið og setja á sína dagskrá og fjalla um það. Það er alveg nauðsynlegt að við náum hér samvinnu þvert á stjórnmálaflokkana sem eiga sæti á Alþingi. Við verðum að ná samvinnu um þær nauðsynlegu breytingar sem hér þarf að gera á kosningalögum og stjórnarskrá Íslands. Það er alveg rétt, sem hv. þm. Kristrún Frostadóttir benti á, að það hefur verið í ákveðnum farvegi hjá fyrrverandi forsætisráðherra að gera tillögur að breytingum á stjórnarskrá. Við þurfum koma okkur saman um og vera algjörlega viss um það hvernig við ætlum að fara í þá vinnu sem er nauðsynlegt að fara í núna og koma því þannig fyrir að við höfum tillögur sem við getum afgreitt fyrir næstu alþingiskosningar.