154. löggjafarþing — 96. fundur,  16. apr. 2024.

ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf.

920. mál
[14:38]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir framsöguna. Það er atriði sem mér þykir nauðsynlegt að verði hnykkt á. Á blaðamannafundi í morgun mátti ráða af orðum hæstv. ráðherra að afrakstur sölunnar verði notaður til niðurgreiðslu skulda. Hér í 6. kafla greinargerðar, um mat á áhrifum, segir, með leyfi forseta:

„Sala á eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka gæti skapað ríkissjóði svigrúm til að ráðast í samfélagslega arðbærar innviðafjárfestingar.“

Mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra: Liggur ekki alveg fyrir að afrakstur þessarar sölu verði nýttur til niðurgreiðslu skulda?