154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[10:44]
Horfa

innviðaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það sem fram kemur í orðum hv. þingmanns, þ.e. hversu mikilvægt það er að hv. umhverfis- og samgöngunefnd taki samgönguáætlun til skoðunar með hliðsjón af þeim áhersluatriðum sem hér hafa verið nefnd. En ég vil líka segja það, út af almennum vangaveltum hv. þingmanns hér í lokin, sem lúta kannski meira að þessum áherslutóni sem við erum að tala um hér, að samgöngumál og mál sem varða og lúta að innviðum samfélagsins eru eðli máls samkvæmt mjög mikil jafnréttismál. Það er ekki bara spurningin um búsetujafnrétti heldur ekki síður um kynjajafnrétti sem þar er undir. Við eigum í vaxandi mæli greiningar hvað þetta varðar og við eigum að horfa til þeirra vegna þess að ákvarðanir um búsetu eru líka mjög kynjaðar ákvarðanir. Byggðastofnun hefur bent okkur á það og við eigum að horfa meira til þess en við höfum gert.

En öll mál og ekki síst samgöngumál eru auðvitað ekki síst umhverfismál.