154. löggjafarþing — 100. fundur,  22. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[18:12]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinni spurninguna. Það er rétt, sem hér hefur komið fram, að aðhaldskrafan er ekki á lögregluna á næsta ári. Ég nefndi sömuleiðis hér áðan að ég myndi vilja sjá að lögreglan og saksóknin lúti sömu lögmálum og heilbrigðiskerfið og menntakerfið, að þær stofnanir væru undanþegnar þessari aðhaldskröfu. Á sama tíma vil ég minna hv. þingmann á það að hennar flokkur hefur talað mikið fyrir því að hagrætt sé í ríkisrekstrinum og þá eru allar stofnanir ríkisins þar undir. Það skiptir því mjög miklu máli að við veltum við hverjum steini og reynum að fara eins vel með almannafé og hægt er. Ég vil minna á það að frá árinu 2017 hefur umtalsvert fé verið sett í lögregluna, umtalsvert.