154. löggjafarþing — 101. fundur,  23. apr. 2024.

listamannalaun.

937. mál
[22:39]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir samtalið. Ég ætla að taka undir með hæstv. ráðherra í samtali hennar við hv. þm. Dagbjörtu Hákonardóttur hérna áðan. Ég held að það að þetta frumvarp verði líklega að veruleika sé merki um, og ég upplifi það líka, aukinn og breiðari stuðning og meiri skilning á mikilvægi listgreina í samfélaginu. Mér finnst umræðan hér hafa endurspeglað það að mörgu leyti. Hér hafa þingmenn úr ýmsum flokkum tekið til máls og það er breiður stuðningur við þetta mál. Ég tel það mjög jákvætt. Ég er sammála hæstv. ráðherra, þetta er löngu tímabært en ég held að það sé ekki tilviljun að þetta sé að verða að veruleika núna og vil ítreka að ég fagna því. Áfram svona.