154. löggjafarþing — 103. fundur,  29. apr. 2024.

stefna um stuðning Íslands við Úkraínu 2024--2028.

809. mál
[15:09]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér er um mikilvæga ályktun að ræða þar sem við erum að tryggja stuðning við Úkraínu næstu árin. Það er mikilvægt að sá stuðningur sé á breiðum grundvelli. Við sem friðelskandi þjóð munum að sjálfsögðu reyna að einbeita okkur að mannúðarhlutanum og þeim hlutum sem ekki tengjast beinum stríðs- eða hergögnum þó svo að einhvern tíma komi það fyrir að við munum gera það. Það sem Ísland er að gera, sérstaklega það sem er verið að gera borgaralega í þessum stuðningi, er mjög mikilvægt. Þar getur Ísland lagt fram mikilvæga þekkingu og reynslu í að þjálfa fólk upp og ég ætla að vona að við höldum áfram að gera mikið af því.