154. löggjafarþing — 103. fundur,  29. apr. 2024.

stefna um stuðning Íslands við Úkraínu 2024--2028.

809. mál
[15:15]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég styð þessa tillögu heils hugar og alla liði hennar. Að sjálfsögðu er Ísland friðelskandi þjóð. Það eru reyndar líka nánast allar okkar samstarfsþjóðir. Við viljum öll frið og helst af öllu vill Úkraína auðvitað fá að vera í friði þar sem landamæri þeirra, mannréttindi og frelsi er virt að vettugi af Rússum í dag. Það er mikilvægt að við samþykkjum þessa ályktun hér og það er mikilvægt að við íslenskir þingmenn notum rödd okkar á alþjóðavettvangi til að muna eftir því hvað Úkraína gengur í gegnum núna vegna þess að það má ekki gleymast. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)