154. löggjafarþing — 104. fundur,  30. apr. 2024.

tekjuskattur.

918. mál
[15:30]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Já, það er stórt mál hjá ríkisstjórninni og okkur í meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar að styðja við heimilin með sértækum vaxtastuðningi líkt og hér er verið að gera. Áætlað umfang þessarar aðgerðar er upp á 5–7 milljarða kr. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kom fram útfærsla á því hvernig skyldi gera þetta. Hér erum við að leggja til að settur verði lagarammi utan um það með breytingum sem við teljum vera til þess að skýra aðgerðina enn frekar og til að greiða fyrir málinu. Einmitt til þess, með sérstökum vaxtastuðningi, að koma til móts við heimilin í landinu sem bera miklar vaxtagreiðslur.