154. löggjafarþing — 108. fundur,  7. maí 2024.

Þjóðarsjóður.

881. mál
[17:19]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er bara eitt af því sem við þurfum aðeins að ræða hér, með hvaða hætti og hvort við eigum að setja hluta af einhverjum auðlindagjöldum almennt í slíkan sjóð, ekki eingöngu af orkuauðlind. Ég hef sagt að þetta muni taka að lágmarki 15, 20 ár, hugsanlega lengri tíma, að ná þessari upphæð, að því gefnu að við þyrftum ekki að grípa til þess að nýta þennan sjóð á þeim tíma, þannig að ég legg áherslu á að hér er fyrst og fremst um einhvers konar varúðarsjóð að ræða sem við þurfum að sætta okkur við að muni taka nokkuð langan tíma að byggja upp í ákjósanlega stærð, sem væri sirka einn tíundi af landsframleiðslu. En aftur þá held ég að hér sé tæki til að ræða það almennt með hvaða hætti við byggjum upp slíkan sjóð og hvaða tilgang hann eigi nákvæmlega að hafa.